-->

Góðu ástandi 46 ára skips viðhaldið

Ljósafell SU 70 hefur verið í slipp í Reykjavík s.l sex vikur. Þar var eitt og annað gert til að viðhalda góðu ástandi þessa 46 ára gamla skips.

Ljósafellið liggur nú í heimahöfn á Fáskrúðsfirði og er að taka veiðafæri um borð og skipta um vatn. „Vatnstankarnir voru teknir í gegn svo að við erum að endurnýja vatnið,” sagði Hjálmar Sigurjónsson skipstjóri í samtali á heimasíðu Loðnuvinnslunnar, og bætti svo kankvís við „við viljum líka helst góða fjallavatnið okkar Fáskrúðsfirðinga.” Það er heilmikil vinna að koma veiðafærum fyrir um borð í togara, það þarf að brasast með víra og keðjur og koma öllu trollinu fyrir á sínum stað.

Þegar Hjálmar var inntur eftir því hvað hefði verið gert í slippnum svaraði hann: „Aðalvélin var tekin upp frá grunni, skipt um slífar og legur, gírinn tekinn upp og yfirfarinn sem og rafallinn”.   Og svo var skipið málað hátt og lágt.  „Þá var skipt um skjái í brúnni, þeir nýju eru nokkuð stærri en þeir sem fyrir voru, ekki ætlar skipstjórinn að fá sér gleraugu,” bætti Hjálmar við glaðlega.

Þá voru settar upp öryggismyndavélar á nokkrum stöðum í skipinu eins og við spilin og sagði Hjálmar að mikið öryggi væri í því fólgið að geta litið á skjáinn áður en byrjað væri að draga til að ganga úr skugga um að enginn væri of nálægt. Þá voru tvær myndavélar settar í vélarúmið þannig að hægt væri að fylgjast með stöðunni þar.

Komandi vetur leggst vel í skipstjórann Hjálmar, áhöfnin er til í tuskið eftir gott sumarfrí og skipið í afar góðu standi. Ljósafell fór af stað á miðin í gærkvöldi, og reiknar Hjálmar með því að landa á Fáskrúðsfirði n.k. mánudag „vonandi með fullt af fiski” sagði skipstjórinn.

Ljósmynd Friðrik Mar Guðmundsson.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...