Halda til veiða á kolmunna

Deila:

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar, Beitir og Börkur, héldu á þriðjudag til kolmunnaveiða en skipin hafa legið í höfn að undanförnu og ýmsum viðhaldsverkefnum sinnt. Síldarvinnsluskipin lönduðu kolmunna síðast um miðjan maímánuð og þá fékkst hann í færeysku lögsögunni.

Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti, segir að nú verði haldið í Rósagarðinn og þar geri menn sér vonir um veiði. „Við fórum í Rósagarðinn um þetta leyti í fyrra og fiskuðum þokkalega, vorum að fá frá 100 og upp í 400 tonn í holi. Nú ætti kolmunninn að vera feitari en hann var í vor og því betra hráefni. Við höldum til veiða fullir bjartsýni eins og alltaf,“ segir Sturla í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Deila: