-->

Hámarkskvóti á makríl felldur úr gildi í Færeyjum

Sjávarútvegsráðuneyti Færeyja hefur afnumið aflahámark á skip á makrílveiðum á þessu ári. 5.508 tonn voru til skiptanna fyrir makrílskipin í ár og var hámark á hvert skip 1.515 tonn. Samkvæmt reglugerð um veiðarnar er sjávarútvegsráðherranum heimilt að hækka hámarkið eða afnema það, séu líkur á því að heildarkvótinn náist ekki.

Samkvæmt aflastöðulista Varnar, fiskistofu Færeyja, eru nú um 1.000 tonn eftir af heildarkvótanum og ekki líkur á að hann náist með núverandi skipan um hámark á hvert skip. Því mega útgerðir skipanna fiska að vild uns heildarhámarkinu er náð.
Breytingin tekur gildi 17. nóvember.

Rétt er að geta þess að veiðum íslenskra skipa á makríl er lokið fyrir allnokkru enda mega þau þau ekki fiska makríl nema í eigin lögsögu og í Síldarsmugunni. Makríllinn er genginn sunnar eftir ætisgöngur hér við land, en færeysku skipin hafa heimild til að sækja makríl í eigin lögsögu og suður í lögsögu Noregs og ESB þar sem fiskurinn heldur sig nú.

 

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Skötuselur í karrý og kókoshnetumjólk

Svona rétt fyrir jólin er kannski gott að hafa mat frábrugðinn því sem tíðkast yfir hátíðirnar. Fyrir þá, sem eru bæði sólg...

thumbnail
hover

Þykir ofsalega vænt um íslenskan sjávarútveg

Maður vikunnar byrjaði 13 ára að slægja fisk hjá Stáli og hníf á Ísafirði. Síðan hefur hann verið beintengdur sjávarútveginu...

thumbnail
hover

Samherji birtir pósta máli sínu til...

Greiðslur Kötlu Seafood til ERF 1980 árið 2014 voru til að fá kvóta frá Fishcor, ríkisreknu sjávarútvegsfyrirtæki í Namibíu, ...