Kínverjar hafa lítinn áhuga á frosinni grásleppu

Deila:

Árið 2013 er fyrsta árið sem hægt var að selja í einhverju magni frosna grásleppu til Kína.  Þar til á síðasta ári hafði öll grásleppa skilað sér í land, enda skýrt kveðið á um það í reglugerð.  Vegna markaðsaðstæðna samþykkti ráðuneytið beiðni LS fyrir síðustu vertíð um undanþágu frá ákvæðinu sem gilti aðeins á síðustu vertíð.  Matvælaráðuneytið hefur nú sams konar beiðni frá LS til skoðunar.  Reiknað er með svari áður en vertíðin hefst þann 20.  mars.

„Í ár ber svo við að Kínverjar sem keypt hafa frosna grásleppu hafa ekki sýnt áhuga á kaupum.  Mest af því sem flutt var til þeirra á síðustu tveimur árum er enn í frystigeymslum og bíður þess að Covid-19 verði komið á það stig að dreifing verið heimiluð.  

Staðan sem upp er komin er mikið áfall fyrir útgerðir grásleppubáta.  Lengst af hefur verð verið ásættanlegt og bjartsýni ríkt meðal sjómanna stöðugan markað.   

Á síðasta ári voru eittþúsund tonn af frosinni grásleppu flutt á markað í Kína og nam útflutningsverðmætið aðeins 94 milljónum 93 Kr/kg.  Tveimur árum fyrr árið 2019 voru sambærilegar tölur 2.372 tonn, 603 milljónir og 254 Kr/kg.,“ segir í færslu á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.   

Myndin hér að neðan sýnir hver þróunin hefur verið á tímabilinu 2013 – 2021.

Deila: