-->

Matís hannar reykaðstöðu í Síerra Leóne

Utanríkisráðherra Guðlaugur Þórðarson, sem staddur er í Síerra Leóne, vígði í gær reykaðstöðu í Tombo, sem Matís hefur hannað fyrir Sjávarútvegsskóla sameinuðu þjóðanna og þróunarskrifstofu Utanríkisráðuneytisins.

Um er að ræða 120 fermetra skýli sem hýsir 12 reykofna sem geta fullreykt rúmlega tonn af ferskum fisk á dag. Verkefnið hófst fyrir um ári síðan og lauk formleg í gær með opnunar hátíð þar sem utanríkisráðherra klippti á borða og afhendt þar með heimamönnum aðstöðuna.

Í vestanverðri Afríku er fiskreyking helsta aðferð til að koma fisk á markað áður en hann skemmist. Hin hefðbundna aðferð við reykingu er að setja fiskinn yfir opin eld í lokuðu rými, þar sem framleiðendur, sem aðallega eru konur, stadda í reykjarmekki dag hvern. Þessi vinnuaðstaða er að valda alls kyns kvillum í öndunarvegi og augum. Reykkofarnir sem Matís hefur hannað leysa þessi heilsuvandamál, auk þess sem viðarnotkun minnkar til muna.

 

Attachments

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Bakaður þorskur með sítrónukeim og hvítlauk

Nú höfum við það einfalt en auðvitað heilnæmt og gott. Þorskurinn fær að njóta sín og rétt bakaður fellur hann í stórar, hv...

thumbnail
hover

Gott að vinna við sjávarútveg

Maður vikunnar á Auðlindinni að þessu sinni er einn okkar reyndustu skipstjóra á uppsjávarveiðum, síld, loðnu, makríl og kolmunn...

thumbnail
hover

Ferjan Akranes hefur siglingar milli Þorlákshafnar...

Vöruflutningaferjan Akranes, sem er í eigu Smyril Line hefur hafið siglingar milli Íslands, Færeyja og Danmerkur. Hún kemur til viðb...