Mikið óveitt af ufsa

Deila:

Mikið er óveitt af ufsa nú þegar fiskveiðiárinu er að ljúka. Það er svipuð staða og í fyrra. Kvótinn nú er 78.700 tonn, aflinn orðinn 49.000 tonn og óveidd 29.700 tonn. Á síðasta fiskveiði ári var ufsakvótinn 77.600 tonn. Aflinn varð 46.400 tonn og óveidd í árslok 31.200 tonn. Heimilt er að flytja 20% aflamarks milli fiskveiðiára, en líklega dugir það ekki til þess að heimildir nýtist ekki.

Mjög erfitt hefur verið að veiða ufsa í ár og í fyrra, en í ár hafa 18 skip landað meiru en þúsund tonnum á fiskveiðiárinu.

Mestum ufsa hefur Vigri RE landað, 3.068 tonnum Þrjú önnur skip eru með meira en 2.000 tonn. Það eru Viðey RE með 2.283 tonn, Helga María AK með 2.207 tonn og Sólborg RE með 2.074 tonn. Næstu skip eru svo Örfirisey RE með 1.886 tonn, Sólberg ÓF með 1.712, Akurey RE með 1.609, Tómas Þorvaldsson GK með 1.576, Hrafn Sveinbjarnarson GK með 1.499, Júlíus Geirmundsson ÍS með 1.494 tonn, Breki VE með 1.411 tonn, Þórunn Sveinsdóttir VE með 1.257, Ljósafell SU með 1.215 tonn, Björgvin EA með 1.167 tonn, Björg EA með 1.104 tonn, Björgúlfur EA með 1.088 og Málmey SK með 1.030.

Deila: