-->

Þorskur á ítalska vísu

Við erum líklega fæst vön því að elda þorsk á ítalskan máta, en það er svo sannarlega góð tilbreyting frá hefðbundnari íslenskum eldunaraðferðum. Þessi uppskrift er ættuð frá Sikiley og er einföld og rétturinn hollur og góður.

Innihald:

  • 2 msk. ólífuolía
  • Sjávarsalt og nýmalaður svartur pipar
  • 4 200g þorskbitar, helst hnakkar
  • 1 meðalstór laukur, saxaður
  • 3 hvítlauksgeirar, marðir
  • 1 tsk. þurrkað oregano
  • 1 hálfdós saxaðir tómatar
  • 1 tsk. rauðvínsedik
  • ¼ bolli fersk, söxuð steinselja

Aðferð:

Hitið olíu á stórri pönnu, sem hægt er að loka vel. Kryddið fiskinn með salti og pipar. Steikið fiskinn á pönnunni við góðan hita í um þrjár mínútur uns bitarnir eru orðnir gullnir að neðan. Snúið þeim þá við og steikið í aðrar þrjár mínútur.  Takið fiskinn af pönnunni og leggið til hliðar.

Setjið laukinn á pönnuna og steikið þar til hann er orðinn glær. Bætið þá hvítlauknum og oregano út í og látið krauma í eina mínútu. Setjið fiskinn aftur á pönnuna og hellið tómötunum yfir. Lokið pönnunni og látið malla í 3 til 7 mínútur efir þykkt fiskistykkjanna. Stráið steinselju yfir og berið fram með soðnum kartöflum eða pasta og salati að eigin vali.

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Stundaðir verði heiðarlegir, gagnsæir og löglegir...

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að styðja við stjórnvöld, þannig að...

thumbnail
hover

Varnir gegn hagsmunaárekstrum og mútubrotum

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að grípa til eftirfarandi aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulí...

thumbnail
hover

Lítil frávik í íshlutfalli

Fiskistofa birtir hér niðurstöður vigtunar m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu h...