Aðalsteinn í söluskoðun
Aðalsteinn Jónsson SU 11 var tekinn upp í flotkvína hjá Slippnum á Akureyri í gær. Var erindið að söluskoða skipið fyrir erlendan kaupanda, en eins og kunnugt er fékk Eskja, sem á Aðalstein annað skip seinnipart síðasta ársfrá Noregi, sem áður hét Libas og fékk það nafnið Aðalsteinn Jónsson SU líka. Skipið er búið kælitönkum sem henta betur til að afla hráefnis fyrir hina nýju vinnslu félagsins.
Mynd og texti fenginn af síðunni http://thorgeirbald.123.is/