Hjólað hringinn til styrktar slysavörnum

Deila:

Marel Supply Train tekur þátt í WOW hjólreiðakeppninni sem haldin er þessa dagana. Hjólað er hringinn í kringum landið í tíu manna boðsveit sem skiptir 1358 kílómetrum á milli sín.

Marel verður með í WOW hjólreiðakeppninni í ár en hún er haldin til styrkar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem mun úthluta söfnunarfé til björgunar- og slysavarnarsveita landsins. Í þetta sinn mun einvala lið keppenda sem allir starfa saman í framleiðslu, birgðahaldi og aðfangastýringu Marel á Íslandi og í Hollandi taka þátt. Liðið kallar sig Marel Supply Train og vinna þar saman Hubert Rulkens, Geert van Tilburg, Örvar Kristjánsson, Kristinn Óli Hallsson, Andre Borghans, Haukur Magnússon, Sjoerd van der Heijden, Tómas Örn Sigurbjörnsson, Patrick Karl Winrow og Guðmundur Arason.

„Liðið hefur unnið skipulega að undirbúningi keppninnar í sitthvoru landinu enda liðsmenn vanir samvinnu þvert á deildir og landsvæði. Hjólað er hringinn í kringum Ísland og munu félagarnir í boðsveitinni skipta með sér að hjóla þessa 1358 kílómetra sem hringvegurinn er.

Markmiðið með þátttöku er fyrst og fremst að safna áheitum fyrir gott málefni, styrkja samstarfið og hafa gaman af. WOW hjólreiðakeppnin tengir fólk saman í krefjandi verkefni sem reynir á bæði andlegan og líkamlegan styrk og ekki síst liðsheildina. Þetta er í þriðja sinn sem að hópur frá Marel tekur þátt en árið 2013 varð fjögurra manna lið Marel í 3.-6. sæti í keppninni og í fyrra tóku tvö tíu manna lið þátt með góðum árangri,“ segir á heimasíðu Marel.

Hægt er að heita á Marel Supply Train liðið til styrktar Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu með áheitanúmerinu 3042 á vefsíðu WOW cyclothon.

 

Deila: