Fiskverð svipað nú og í fyrra
Mikið hefur verið fjallað um fiskverð að undanförnu og ævintýralegar tölur nefndar á þorski og ýsu. Samanburður leiðir hins vegar í ljós að verðið nú er litlu hærra en það var á sama tíma í fyrra samkvæmt umfjöllun á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.
Búast hefði mátt við að munurinn yrði meiri þar sem sjósókn, fyrir utan náttúrulegar aðstæður, er nú takmörkuð vegna verkfalls.
Að lokinni sölu í gær, 5. janúar, hafa alls 448 tonn verið seld af óslægðum þorski á fiskmörkuðunum. Á sama tímabili í fyrra var magnið hins vegar 382 tonn. Meðalverðið nú er 12,3% hærra.
Sams konar greining fyrir óslægða ýsu eru 183 tonn nú á móti 163 tonnum í fyrra og þar er mismunurinn aðeins 5,9%.
„Rétt er að hafa í huga, þegar tölurnar eru bornar saman, að nýársdag 2016 bar upp á föstudag og uppboðsdagar því einum færri þá en á fyrstu fimm dögum þessa árs,“ segir á síðunni.
Eftirfarandi tafla um sölu á fiskmörkuðum tímabilið 1. janúar til og með 5. Janúar er á síðunni..