Góð mæting í skötuveislu Húna
Það var góð mæting i skötu og saltfiskveislu hollvina Húna sem haldin var í mötuneyti Brekkuskóla ný nýlega. Júlíus Jónasson og Karl Steingrímsson sáu um eldamennskuna ásamt vösku liði hollvina Húna sem pössuðu uppá að allir fengju nóg að borða og með þessu var heimabakað rúgbrauð sem að matráður Húna Fjóla Stefánsdóttir bakaði.
Að sögn Steina Pé voru á annað hundrað manns sem að skemmtu sér vel við harmonikkuundirleik Kristjáns frá Gilhaga og fóru gestir saddir og glaðir heim að þessu loknu.
Fleiri myndir má sjá á heimasíðu Þorgeirs Baldurssonar http://thorgeirbald.123.is/