Markaðsdagur Iceland Seafood

Deila:

Árlegur markaðsdagur Iceland Seafood verður haldinn fimmtudaginn 12. janúar 2017

Fyrir hádegi er framleiðendum boðið að hitta dótturfélög Iceland Seafood á viðskiptafundum á skrifstofu félagsins við Köllunarklettsveg 2. Þetta er kjörið tækifæri fyrir framleiðendur að fara yfir stöðuna og samstarfið við dótturfélög Iceland Seafood á hinum ýmsu markaðssvæðum. Vinsamlega hafið samband við sölustjóra Iceland Seafood til að bóka þessa fundi. Í hádeginu verður boðið upp á ýmsar kræsingar úr íslensku sjávarfangi í mötuneyti Iceland Seafood.

Formleg dagskrá hefst kl:16.00 í Iðnó við tjörnina

Ræðumenn verða:

  • Pól Huus Sólstein – Founder and Managing Director of North Pelagic, Faroe Islands
  • Björn Maríus Jónasson – Sales Director – Landfrozen Groundfish & Dried Fish, Iceland Seafood Iceland
  • Rachel Appleton – Planning & Operations Manager Havelok Ltd, UK.
  • Jón Garðar Helgason – Managing Director, IceNor AS, Norway
  • Joselito Lucas – Comercial Director, Lugrade, Portugal
  • Fundarstjóri: Helgi Anton Eiriksson, CEO, Iceland Seafood International

markadsdagur-ici

Eftir að formlegri dagskrá lýkur gefst fundarmönnum kostur á að fylgjast með viðureign Íslands og Spánar á HM í handbolta. Leikurinn hefst kl: 19:45 og verður sýndur á risaskjá. Boðið verður upp á veitingar á meðan leik stendur.

Áfram Ísland!

 

 

 

Deila: