Ísfell kaupir húsnæði á Flateyri

Deila:

Ísfell ehf. hefur gert kaupsamning við Arctic Odda ehf. um kaup á húsnæði þess að Hafnarbakka 8 á Flateyri.  Byggingin er stutt frá höfninni og á ákjósanlegum stað fyrir rekstur þvotta- og þjónustustöðvar fyrir fiskeldispoka.  Arctic Oddi rak þarna fiskvinnslu áður, en á síðasta ári hefur húsnæðið verið leigt út til Ísfells og tveggja annarra óskyldra rekstraraðila.  Ísfell yfirtekur leigusamninga við þá rekstraraðila, sem eru fyrir í húsnæðinu.

Ísfell er með þessum kaupum að byggja undir starfsemi sína á Flateyri og huga að framtíðarvexti félagsins á Vestfjörðum samhliða þeim vexti sem eru fyrirhugaður hjá fiskeldis framleiðendum.  Með stærra húsnæði verður hægt að bjóða eldisfyrirtækjum uppá geymslu á pokum eftir þvott og yfirferð við góðar aðstæður. Einnig sér fyrirtækið tækifæri til að efla þjónustu við útgerðir á Vestfjörðum og bjóða almenna víra- og netaverkstæðis þjónustu í nánustu framtíð.

Eignin var afhent til Ísfells um áramótin og hefur félagið þegar tekið við rekstri hennar.  Unnið verður að nauðsynlegu viðhaldi á eigninni þegar tekur að vora og farið í að endurbæta þak og útlit utanhúss.

 

Deila: