Sonar í flotkví eftir sjö ár við bryggju

Deila:

Togarinn Sonar hefur verið tekinn upp í flotkví Vélsmiðju Orms og Víglundar eftir um sjö ára samfellda legu við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Að sögn Magnúsar Þórissonar, hafnarvarðar, voru menn orðnir hræddir um að botnlokar gæfu sig og skipið sykki í höfninni.

Mikill gróður var kominn á botn skipsins og var byrjað að hreinsa hann og botnlokar verða væntanlega soðnir fastir. Skipið, sem er í eigu Reyktal, verður svo í framhaldinu dregið út í brotajárn. Magnús sagði að hafnaryfirvöld hefðu þrýst á þessar aðgerðir, því það væri lítið varið í að fá skipið á botninn í höfninni. Það gæti reynst erfitt að ná slíku flykki upp.
img_6437-2Ljósmyndir Hjörtur Gíslason.

Deila: