Vísa ásökunum til föðurhúsanna

Deila:

Samtök sjómanna hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna slita á samningaviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi: „Vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp er kom­in í kjara­deilu sjó­manna og út­vegs­manna vilja sam­tök sjó­manna að eft­ir­far­andi komi fram:

Samn­inga­nefnd­ir sjó­manna, Sjó­manna­sam­bands Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lags Grinda­vík­ur, Verka­lýðsfé­lags Vest­f­irðinga og Sjó­manna­fé­lags Íslands lýsa yfir von­brigðum að slitnað hef­ur upp úr viðræðunum. Of­an­greind sam­tök sjó­manna vísa því til föður­hús­anna að það sé á ábyrgð sjó­manna að sund­ur gekk. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi treystu sér ekki að koma til móts við sann­gjarn­ar og rétt­lát­ar kröf­ur sjó­manna til lausn­ar deil­unni.

Mik­il og góð vinna hef­ur farið fram í samn­inga­nefnd­um sjó­manna og út­vegs­manna.  Sam­skipt­in hafa verið til fyr­ir­mynd­ar og samn­inga­nefnd­irn­ar náð ágæt­lega sam­an. Góður ár­ang­ur hef­ur náðst í nokkr­um kröf­um að mati samn­inga­nefnd­anna. Útvegs­bænd­ur eru ekki til­bún­ir að koma til móts við meg­in­kröf­ur sjó­manna og þess vegna er málið komið á það stig að viðræður eru strand.“

F.h. samn­inga­nefnda sjó­manna,

Val­mund­ur Val­munds­son.

 

Deila: