Fjögur skip með yfir 10.000 tonn af loðnu

Deila:

Loðnuveiðar okkar Íslendinga ganga enn fremur hægt heildaraflinn er um 107.000 samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu nú um hádegisbilið. Tæp 79.000 tonn eru þá enn óveidd af heildarkvóta okkar.

Skýringin á hægari gangi nú, þrátt fyrir hagstætt veður er að nú er öll áhersla lögð á veiðar á loðnu til hrognavinnslu. Þá taka skipin minna í einu, aðeins það sem hæfir fyrir vinnsluna sem í raun stjórnarveiðunum í samræmi við afköst í landi.

Fjórir bátar eru nú komnir með yfir 10.000 tonn samkvæmt aflastöðulistanum, en töluvert magn gæti verið í „pípunum“, þar sem yfirleitt er ekki tilkynnt um afla skipanna fyrr en að löndun lokinni og hún getur tekið nokkurn tíma.

Aflahæstu skipin nú eru Vilhelm Þorsteinsson EA með 12.684 tonn, Venus NS með 12.341 tonn, Víkingur AK með 11.123 tonn og Börkur NK með 10.999 tonn.Alls hafa 19 skip landað loðnu á vertíðinni.

Deila: