Aukið útflutningsverðmæti frá Færeyjum

Deila:

Útflutningsverðmæti sjávarafurða frá Færeyjum á fyrstu 11 mánuðum ársins jókst um tæpa 14  milljarða íslenskra króna miðað við sama tímabil árið áður. Aukningin nemur 14%.

Helstu breytingarnar í útflutningnum á þessum tíma voru miklar verðhækkanir á eldislaxi. Verðmæti hans jókst um 12,3 milljarða þrátt fyrir að magnið hafi dregist örlítið saman.
Útflutningur á makríl, síld og kolmunna skilaði 2,7 milljörðum króna meiru en árið áður. Það er vöxtur um 12%. Mælt í magni jókst útflutningurinn um 12.000 tonn eða 6%.

Á hinn bóginn dróst verðmæti útflutts þorsk, ýsu og ufsa saman um 1,6 milljarð eða 9%, en í magni mælt varð samdráttur um 1%.

Upphæðir í töflunni hér að neðan eru í færeyskum krónum en gengi færeysku krónunnar er það sama og hinna dönsku, 16,33 krónur íslenskar.
Útflutningur frá Færeyjum

 

Deila: