Hlutdeild sjávarafurða í vöruútflutningi aldrei minni

Deila:

Líkt og sagt hefur verið frá hafa útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða aldrei verið meiri en á árinu 2022. Sam sem áður er það svo að sjávarafurðir hafa aldvei vegið minna sem hlutfall af verðmætum vöruútflutnings. Á Radararnum, mælaborði sjávarútvegs, er bent á að augljós skýring sé að útflutningsverðmæti annarra afurða hafu aukist talsvert umfram sjávarafurðir. Beri þar helst að nefna afurðir stóriðju en þess utan hafi iðnaðarvörur og afurðir úr fiskeldi aukist að veræmætum.
„Þar liggja jafnframt fremur miklar verðhækkanir en magnaukning að baki. Verðmæti vöruútflutnings fór í fyrsta sinn yfir 1.000 milljarða króna á árinu og jókst um 36% frá fyrra ári á föstu gengi. Var hlutdeild sjávarafurða þar með um 35% af verðmæti vöruútflutnings á árinu samanborið við 39% árið áður,” segir í umfjölluninni.

Deila: