Mismikið af þorski í grásleppunetin

Deila:

Fiskistofa birtir hér upplýsingar um aflasamsetningu í grásleppuveiði hjá grásleppubátum nú á fyrra helmingi aprílmánaðar. Eins og boðað hefur verið eru þeir bátar sem eftirlitsmenn réru með og upplýsingar eru birtar um  tilgreindir í meðfylgjandi gögnum.

Það er m.a. hlutverk Fiskistofu að hafa eftirlit með að ekki komi til brottkasts. Til þess að rækja það hlutverk sem best beitir Fiskistofa margvíslegum aðferðum og má í því sambandi nefna samvinnu við útgerðir og skipstjórnarmenn, áhættugreiningu og aðgengi allra að upplýsingum um veiðar og afla. Þannig telur Fiskistofa að hún ræki hlutverk sitt að gæta hagsmuna þjóðarinnar við ábyrga nýtingu auðlinda hafs og vatna.

Ástæður breytilegrar aflasamsetningar geta verið margvíslegar. Aðstæður í hafinu geta verið ólíkar hverju sinni og ætlun útgerðar og skipstjórnarmanna getur verið mismunandi frá einni veiðiferð til annarrar.

Fiskistofa birtir hér niðurstöður um magn og fjölda fisktegunda í veiðiferðum grásleppubáta í fyrri hluta apríl. Birtar eru upplýsingar um landaðan afla í tveimur veiðiferðum sama báts á undan og á eftir ferðinni með eftirlitsmanninum að því gefnu að farnar hafi verið tvær fyrri veiðiferðir.

Hér er að finna upplýsingar um aflasamsetningu 16 grásleppubáta í apríl 2019

Myndin hér að neðan sýnir sem dæmi aflasamsetningu eins grásleppubáts.

Allar aflatölur eru í kg upp úr sjó.

 

 

Deila: