Fiskþurrkun hætt

Deila:

Fyrirhugaðar framkvæmdir við fiskþurrkun á Akranesi hafa verið lagðar til hliðar. HB Grandi hætti að þurrka fisk á Akranesi í apríl síðastliðnum vegna markaðsaðstæðna en markaður fyrir þurrkaðar afurðir hefur verið mjög erfiður vegna lítillar kaupgetu í Nígeríu og virðist ekki vera að sækja í sig veðrið.
Þegar þurrkun var hætt störfuðu 26 manns við hana. Þrettán þeirra var tryggð atvinna í öðrum starfsstöðvum HB Granda á Akranesi en hinir hafa unnið við tilraunavinnslu í húsi fiskþurrkunarinnar. Þeim hefur nú einnig verið boðin vinna í öðrum starfstöðvum félagsins.

Deila: