Sáttafundur á föstudag

Deila:

Sáttafundur hefur verið boðaður í kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna næstkomandi föstudag. Þetta kemur fram á facebooksíðu Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness.

Þar segir að ríkissáttasemjari hafi boðað til fundar á föstudagsmorgun klukkan hálf tíu. Upp úr viðræðum sjómanna og útvegsmanna slitnaði  mánudaginn 23. janúar, fyrir rúmri viku. Samkvæmt lögum ber ríkissáttasemjara að boða til sáttafundar innan tveggja vikna frá viðræðuslitum.

 

Deila: