Storeknut með kolmunna til Neskaupstaðar

Deila:

Norska skipið Storeknut kom í gær með 1850 tonn af kolmunna til Neskaupstaðar. Aflinn fékkst í lögsögu Evrópusambandsins vestur af Írlandi. Tor Magne Drønen, skipstjóri, sagði +I samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, að vel hefði gengið að veiða og hafi aflinn verið tekinn í fjórum holum.

„Þarna var mikið að sjá, en það voru ekki margir bátar á miðunum. Við vorum til dæmis eini norski báturinn,“ sagði Tor Magne. Rúmlega þriggja sólarhringa sigling var af miðunum til Neskaupstaðar og eftir löndun verður strax haldið til kolmunnaveiða á ný. Kolmunnakvóti Storeknut mun nást í fjórum veiðiferðum, þannig að skipið á þrjá túra eftir.

 

Deila: