Mun færri lögskráningardagar

Deila:

Vegna tilkynningar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið birti í gær í tengslum við skattlagningu fæðispeninga og dagpeninga tekur ráðuneytið fram:

Í tilkynningunni var miðað við að heildarkostnaður útgerðarinnar vegna greiðslu fæðispeninga sjómanna á fiskiskipum væri um 2,3 milljarðar króna á ári samkvæmt gildandi kjarasamningum og var miðað við að fjöldi lögskráningardaga sjómanna væri um 1,5-1,6 milljónir daga á ári. Var þar stuðst við gögn sem Sjómannasambandið lét ráðuneytinu í té á síðastliðnu ári. Komið hefur í ljós að þau eru ekki rétt, heldur er fjöldi lögskráningardaga umtalsvert minni.

Deila: