Reiðubúin í heildstæða greiningu

Deila:

Á fundi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt fulltrúum fjármála- og efnahagsráðuneytis, átti í gærkvöld með fulltrúum samninganefnda sjómanna og útvegsmanna var lögð fram eftirfarandi tillaga:

Tillaga

Í tilefni af umræðu sem upp hefur komið í tengslum við kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna um greiðslu fæðiskostnaðar, skattskyldu fæðispeninga og mat á hlunnindum í því sambandi lýsa stjórnvöld sig reiðubúin til þess að fram fari heildstæð greining á því með hvernig farið er almennt með fæðiskostnað og greiðslur vegna fæðis í skattalegu tilliti. Slík greining verði unnin í samvinnu við deiluaðila og e.a. önnur samtök launafólks og vinnuveitenda.

Markmið greiningarinnar verði að tryggja áfram einfalda og sanngjarna skattframkvæmd og að jafnræðis sé gætt milli launþega hvað varðar skattalega meðferð greiðslna og hlunninda vegna fæðiskostnaðar.

Niðurstöður liggi fyrir eigi síðar en í lok apríl nk., þannig að tími gefist til lagabreytinga á yfirstandandi þingi, ef talin er þörf á þeim.

 

Deila: