Alþjóðlegt átak til að auka nýsköpun í fiskeldi

Deila:

Nýtt Netverk um nýsköpun í fiskeldi á norðurslóðum og Norðurskautinu (e. Aquaculture Innovation Network for the Northern Periphery and Arctic (AINNPA)) hefur verið stofnað. Það miðar að því að bæta stuðning á sviði nýsköpunar við fjarlæg fiskeldisfyrirtæki, einkum lítil og meðal stór fyrirtæki, og gera þeim þar með kleift leggja áherslu á að mæta eftirspurn við þróun á vörum og þjónustu. Fundað var um framtakið í gær.

Með stuðningi Norðurslóðaáætluninarinnar  leiðir AINNPA verkefnið saman sérfræðinga frá Færeyjum, Íslandi, Írlandi, Noregi og Skotlandi. Verkefnið er leitt af Skosku fiskeldis Nýsköpunarmiðstöðinni (e. Scottish Aquaculture Innovation Centre (SAIC)) sem er hýst hjá Háskólanum í Stiling.

Að sögn Heather Jones forstjóra skosku fiskeldis nýsköpunar miðstöðvarinnar: „leika Lítil og meðalstór fyrirtæki (LMF) lykilhlutverk í sjálfbærum vexti fiskeldis hvort sem er í Skotlandi eða annarsstaðar á Norðurslóðum. Hinsvegar fyrir þá sem reka fyrirtæki á fjarlægum stöðum er vandkvæðum bundið að nálgast stuðning og þjónustu á sviði nýsköpunar. Í AINNPA er fengist við þessar áskoranir og tækifærin sem blasa við LMF með því að deila leiðbeiningum um besta verklag þvert yfir svæðið og með því að þróa nýjar vörur og þjónustu með samþættu stuðnings netverki.

Fundurinn markar upphaf af hálfsárs undirbúnings ferli við að kortleggja núverandi nýsköpunar stuðning á sviði fiskeldis á Norðurslóðasvæðinu; með því að greina fyrirliggjandi og tækifæri á sjóndeildarhringnum fyrir LMF, og byggja samstarfs netverk um svæðin sem taka þátt í samstarfinu.

„Við vitum hverju við viljum áorka með hinu alþjóðlega samstarfi – nefnilega, bjóða litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sterkari stuðnings netverk en þau hefðu með öðrum hætti aðgang að, til að þau geti þróað, með nýsköpun, lausnir við áskorunum sem fiskeldi glímir við. Nú hefjum við ferlið við að koma okkur saman um hvernig við náum hinum aðstefnda árangri.“ Útskýrir  Robin Shields Fiskeldis nýsköpunarstjóri og AINNPA fulltrúi hjá skosku fiskeldis nýsköpunarmiðstöðinni.

Sem hluti af þessari upphafs vinnu leitast samstarfsaðilarnir við að eiga samskipti við og tilnefna tengda þátttakendur. „Til að þetta framtak verði árangursríkt til langs tíma er innsýn hagaðila mikilvæg frá fyrstu stundu“ bætir Robin við. „Sem dæmi má nefna svæðisbundnir þróunar aðilar, samtök fiskeldis fyrirtækja og aðrar einingar sem kunna að reynast hjálplegar við að bera kennsl á forgangsatriði nýsköpunarþarfa og sem, að lokum,verða meðal helstu áhrifa þátta fyrir uppörvandi upptöku og hagnýtingu AINNPA um þátttökusvæðin.

Áhugasamir aðilar sem tengjast samtökum fiskeldisfyrirtækja og fyrirtækjum sem hafa áhuga á að ganga til liðs við AINNPA geta haft samband við Jón Árnason eða Robin Shields

 

Deila: