Lax og steinbítur með soja, engifer og chili

Deila:

Þó ekki hafi viðrað fyrir útigrill í gær, fannst okkur engu að síður ágæt hugmynd að vera með uppskrift úr Fiskréttum Hagkaupa, sérstaklega vegna þess að við erum sólgin í lax og steinbít. Auk þess er ekkert mál að grilla í bakaraofninum. Þetta er þægilegur og virkilega góður réttur og auðveldur að matreiða. Þá er bara skreppa í fiskbúðina til að sækja góðmetið og gera allt klárt fyrir þægilegt og huggulegt kvöld.

Marinering:

2 dl „Mesquite smoked chili“ frá Hot Spot
½ dl balsamik edik
4 dl jómfrúarolía (Extra virgin ólífuolía)
4 cm engifer rót
½ sojasósa
1 tsk. ferskt chilialdin

Setjið allt sem á að fara í marineringuna í matvinnsluvél og maukið.

Innihald:

600 g steinbítsflök
600 g laxaflök
2 stk. rauðlaukur
1 stk. rauð paprika
1 stk. græn paprika
salt og pipar
grillpinnar

Aðferð:

Roð- og beinhreinsið steinbíts- og laxaflökin. Skerið fiskinn í álíka stóra bita til að grillun verði sem jöfnust. Afhýðið rauðlauka og skerið í stærð á við fiskbitana.
Fræhreinsið rauða og græna papriku og skerið í bita af svipaðri stærð. Raðið fiski og grænmeti til skiptis á grillpinna og leggið í marineringu í um 30 mín. Grillið síðan í 3-4 mín. á hvorri hlið og kryddið eftir smekk með salti og pipar
Ekki er nauðsynlegt að hafa annað meðlæti með þessum rétti, en gott getur verið að bera hrísgrjón fram með og þá er hægt að minnka fiskmagnið.

 

Deila: