Nýr Kaldbakur til Akureyrar á morgun

Deila:

„Heimferðin hefur gengið ágætlega. Við höfum fengið allar útgáfur af veðri á þessari hálfsmánaðar siglingu frá Tyrklandi og þar af leiðandi reynt skipið í mótvindi og öldu. Skipið tekur ölduna mjög vel og greinilegt að þessi nýja hönnun er algjörlega að sanna sig,“ segir Sigtryggur Gíslason skipstjóri á Kaldbaki EA 1, nýjum ísfisktogara Útgerðarfélags Akureyringa. Skipið er nú fyrir austan land og leggst að bryggju á Akureyri í fyrsta sinn um hádegisbil á morgun.

Framundan er lokaáfangi í smíði skipsins, aðgerðar- og vinnslulína á vinnsluþilfari en sá búnaður verður settur í skipið á næstu vikum og mánuðum. Reiknað er með að skipið verði tilbúið á veiðar í júní.

„Það er virkilega ánægjulegt að koma heim með nýtt skip og ekki síst með þessu gamalgróna Kaldbaksnafni. Hér er öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar fyrir áhöfn, öllu vel fyrir komið,” segir Sigtryggur.

 

Deila: