Vill endurnýjun vottunar á makríl

Deila:

Sjávarútvegsráðherra Noregs vill að umhverfisvottun MSC á makríl verði endurnýjuð í ljósi þess að endurmat á stofnstærð hans hefur leitt í ljós að stærðin hefur verið vanmetin í fyrri ráðleggingum fiskifræðinga.

MSC lýsti því yfir í vetur að öll umhverfisvottun fyrir makrílveiðar í Atlantshafi yrði felld niður frá og með 2. mars. Var sú ákvörðun byggð á ráðleggingum Alþjóða hafrannsóknaráðsins frá því í október í fyrra. Þær byggðust á því að stofninn væri á niðurleið og að leyfilegur heildarafli yrði ekki meiri en 318.000 tonn. Ríkin sem eiga tilkall til makrílveiðanna funda nú um ákvörðum heildarafla skiptingu.

Evrópusambandið, Færeyjar og Noregur náðu í kjölfarið samkomulagi um að leyfilegur heildarkvóti á þessu ári yrði 653.000 tonn. Það var veruleg lækkun úr kvóta ársins 2018, sem var 816.000 tonn.. Það var lækkun um 20%. Eftir að hafa ákveðið sér hlutdeild eftirlétu þau öðrum löndum þá hlutdeild, sem þau töldu þeim bera.
Endurskoðun á útreikningi ICES á stofnstærð makrílsins leiddi síðan til ráðleggingar um 770.000 tonna heildarafla. Ekki liggur fyrir nýtt samkomulag ESB, Noregs og Færeyja á þeim grunni.
Ráðherrann segir að öll veiðistjórnun Norðmanna á feli í sér nákvæma og opna upplýsingagjöf til MSC. Það sé gert til að með það að markmiði að öðlast vottun MSC.
„Norskum fiskveiðum er stjórnað á sjábæran hátt. Að því er unnið öllum stundum og það gengur vel. Mikilvægt að halda áfram góðri samvinnu við nágranna okkar á sviði fiskveiðistjórnunar og hafa að leiðarljósi ráðleggingar vísindamanna. Það mikilvægasta er engu að síður að önnur ríki sem stunda makrílveiðar, Ísland, Grænland og Rússland virði það samkomulag sem Evrópusambandi, Færeyjar og Noregur hafa gert með sér. Staðan er nú sú að MSC hengir bakar fyrir smið, þegar makrílveiðar Norðmanna fá ekki umhverfisvottun vegna þess að aðrar þjóðir ákvarða sér aflaheimildir, sem leiða til þess að veiðarnar verða meiri en sá heildarkvóti sem samþykktur hefur verið,“ segir sjávarútvegsráðherrann.

 

Deila: