Stjórn og varastjórn LF endurkjörin

Deila:

Aðalfundur Landssambands fiskeldisstöðva var haldinn á Grand Hótel Reykjavík mánudaginn 13. mars. Fundurinn sem var fjölsóttur, var tvískiptur að þessu sinni.

Á fyrri hluta fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Formaður stjórnar LF, Einar K. Guðfinnsson flutti skýrslu stjórnar vegna ársins 2016. Lagðir voru fram endurskoðaðir reikningar fyrir árið 2016 og þeir samþykktir samhljóða. Kynnt var fjárhagsáætlun ársins 2017 og tillaga að lágmarks árgjaldi og greiðsluhlutfalli aðildarfyrirtækjanna. Var fjárhagsáætlunin og tillagan samþykkt samhljóða.

Stjórn og varastjórn var endurkjörin. Í henni eiga sæti:

Einar K. Guðfinnsson, formaður
Aðrir í stjórn eru: Jón Kjartan Jónsson, Kristján G. Jóakimsson, Sigurður Pétursson og Guðmundur Gíslason.
Í varastjórn sitja: Árni Ólafsson. Jónas Jónasson og Víkingur Gunnarsson.

Ákveðið var að framhaldsaðalfundur verði boðaður í byrjun maí mánaðar þar sem meðal annars verða lagabreytingar á dagskrá. Var formanni að falið að hafa forystu um endurskoðun laganna og leggja tillögur að breytingum fyrir fundinn.

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum  var fundinum haldið áfram og var sá hluti fundarins opinn gestum. Þar fluttu ávörp:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.

Einar K. Guðfinnsson, formaður stjórnar Landssambands fiskeldisstöðva

Leif -Inge Nordhammer, fyrrverandi forstjóri norska fiskeldisfyrirtækisins SALMAR og stjórnarmaður í Arnarlaxi.

 

Deila: