Ólafur aflakóngur á loðnuvertíðinni

Deila:

Ólafur Einarsson skipstjóri á Heimaey er aflakóngur loðnuvertíðarinnar sem nú er lokið. Hann landaði samtals 14. 547 tonnum af loðnu auk þess að taka stærsta kast sögu loðnuveiða á Íslandi.

Næst á eftir Heimaey komu Venus með 14.311 tonn, Börkur með 13.464 tonn og Beitir með 13.286 tonn samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu.

Heildaraflinn nú varð um 192.000 tonn og voru þá um 4.000 tonn óveidd.

Deila: