Kolmunni tekur við af loðnu

Deila:

Loðnuvertíð skipa HB Granda er lokið en Víkingur AK kom með síðasta farminn til Vopnafjarðar nú í byrjun vikunnar. Alls var tekið á móti 38.200 tonnum af loðnu í vinnslum HB Granda á Vopnafirði og Akranesi á vertíðinni.

Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, útgerðarstjóra uppsjávarveiðiskipa HB Granda, í samtali á heimasíðu HB Granda, skiptist loðnuaflinn þannig að 20.200 tonnum var landað á Vopnafirði og 18.000 tonnum Akranesi. Venus NS var með 14.300 tonna afla og Víkingur AK með 12.400 tonn. Önnur skip lönduðu samtals 11.500 tonnum hjá HB Granda.

Ráðstöfun aflans var með ýmsu móti. Um 14.000 tonn fóru til hrognatöku og frystingar á hrognum á Vopnafirði og 1.000 tonn af loðnu fóru til heilfrystingar. Annað fór til framleiðslu á loðnumjöli og -lýsi. Allur aflinn á Akranesi fór til hrognatöku og frystingar á hrognum. Afskurðurinn fór til vinnslu í fiskmjölsverksmiðjunni.

Þegar lokið var löndun úr Víkingi í gær hélt skipið til komlunnaveiða. Venus er komin á miðin og byrjuð veiðar vestur af Íslandi.

.
 

 

Deila: