Þingmenn biðja um frestun aðgerða

Deila:

Þingmenn norðvestur kjördæmis sendu í gær stjórn HB Granda eftirfarandi erindi þar sem þeir skora á stjórnina að fresta aðgerðum um skerðingu starfsemi félagsins á Akranesi. Allir þingmenn kjördæmisins standa að þessu erindi undir forystu Haraldar Benediktssonar, fyrsta þingmanns kjördæmisins.

„Til stjórnar HB Granda

Þingmenn NV kjördæmis hafa á undanförnum árum fylgst með áformum um uppbyggingu fyrirtækisins á Akranesi, til framtíðar. Bæjarstjórn Akranes hefur á fundum kynnt þingmönnum þau áform og þann undirbúning sem unninn hefur verið af þeirra hendi.

Það kom því á óvart að fyrirtækið kynnti í gær áform um að draga verulega úr starfsemi sinni á Akranesi. Ljóst er að það hefur i för með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið á Akranesi.

Þingmenn kjördæmisins skora á stjórn HB Granda að fresta aðgerðum um skerðingu á starfsemi og taka upp viðræður við bæjaryfirvöld á Akranesi um áform þau sem hafa verið í undirbúningi um framtíðaruppbygginu fyrirtækisins á Akranesi.“

 

Deila: