Nýtt frumvarp um strandveiðar

Deila:

Lagt hefur verið fram annað frumvarp á Alþingi um breytingar á strandveiðikerfinu.  Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Lilja Rafney Magnúsdóttir, en ásamt henni eru 5 aðrir þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sem flytja það.

Verði frumvarpið að lögum á þessu þingi verða strandveiðar á komandi sumri takmarkaðar við 12 veiðidaga innan hvers tímabils mánaðar og svæðis.

Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.:

„Breytingin sem hér er lögð til felur einnig í sér aðgerð til að auka öryggi sjómanna á strandveiðibátum. Sá ágalli hefur verið á gildandi fyrirkomulagi að veiðarnar hafa verið það sem kallað er „ólympískar“ sem birtist í því að sjómenn hafa keppst um að ná þeim afla sem heimilað er á sem skemmstum tíma og áður en aflaheimildin yrði upp urin. Þetta hefur leitt til þess að stundum hafa menn róið á minni bátum þótt ekki viðraði til þess og fylgir því að sjálfsögðu aukin slysahætta. Með þeirri breytingu sem hér er lögð til ætti að vera dregið mjög úr hvata til „ólympískrar“ sóknar og þar með slysahættu.“

 

 

Sjá frumvarpið

 

Deila: