Kolmunnakvótinn 250.000 tonn
107.000 tonnum af kolmunna hefur verið bætt við leyfilegan heildarafla íslenskra skipa á kolmunna á þessari vertíð, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins. Hámarksafli er 250.000 tonn og koma 242.756 tonn af því til úthlutunar nú.
Eins og staðan var í gær samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu og eftir tilfærslur milli skipa og ára er Beitir NK með mestan kvóta, 29.828 tonn. Næstur kemur Börkur NK með 27.887 og þá Víkingur AK með 25.421 tonn og svo Venus NS með 24.699 tonn.
Önnur skip eru með minni heimildir eftir tilfærslur, sem líklega eiga eftir að verða töluvert meiri.
Veiðar hafa farið hægt af stað meðal annars vegna veðurs en skipin sækja nú afla sinn í Færeysku lögsöguna. Þar mega þau veiða samtals allt að 218.000 tonnum samkvæmt reglugerðinni. Aðeins hafa ríflega 10.000 veist það sem af er vertíð.