Bretar borðuðu mikið af fiski um jólin
Bretar juku fiskneyslu sína verulega um síðustu jól og áramót. Alls borðuðu þeir um 8.000 tonn af sjávarafurðum samkvæmt upplýsingum frá Seafish, opinberri stofnun um sjávarútvegsmál á Bretlandseyjum.
Neysla á dýrari afurðum eins rækju og humri óx umtalsvert. Sala á humri jókst um 4,7%, rækjusalan fór upp um 10,2% og þá óx neysla á kavíar um meira en 24%. Seafish telur að verðmæti sjávarafurða sem keyptar voru inn til jólanna hafi verið 13,7 milljarðar króna. Magnið jókst um 25,4% og verðmætið um 24,5%. Neysla á hvítfiski eins og þorski og ýsu jókst einnig.