Marel með Whitefish ShowHow í haust
Þann 28. september 2017 mun Marel halda Whitefish ShowHow í Kaupmannahöfn í þriðja sinn. Þessi viðburður er sniðinn að þörfum þeirra sem vinna bolfisk og aðrar tegundir hvítfisks samkvæmt frétt á heimasíðu Marel.
Á Whitefish ShowHow gefst fiskframleiðendum tækifæri til að kynnast hágæða vinnslulausnum Marel í raunverulegu vinnsluumhverfi. Áhersla er lögð á að sýna hvernig hægt er að ná fram á hámarks nýtingu hráefnis, styttingu vinnslutíma, lægri vinnslukostaði og auknu matvælaöryggi.
Nýjar lausnir kynntar
„Á þessum einstaka heilsdags viðburði verður boðið upp á sýnikennslu þar sem við sýnum nýjustu kynslóð vinnslulausna fyrir alla virðiskeðjuna, frá móttöku hráefnis til loka afurðar.
Einn af hápunktum viðburðarins verður kynning á nýjustu viðbótum við hið byltingarkennda FleXicut kerfi. Með þessum viðbótum er ekkert handafl nauðsynlegt á línunni lengur. Þessi aukna sjálfvirkni tryggir jafnt flæði og styttir vinnslutíma, minnkar hnjask á hráefni og hitasveiflur – til að tryggja hámarksgæði hráefnisins.
Alþjóðlegur vettvangur
Samhliða sýningunni verður boðið upp á gestafyrirlestra og málstofur með sérfræðingum Marel um málefni sem varða iðnaðinn.
Viðburðurinn fer fram í Progress Point, glæsilegu sýningarhúsnæði Marel í Kaupmannahöfn. Þar gefst tækifæri á að hitta sérfræðinga Marel og kollega úr fiskiðnaði víða um heim í afslöppuðu umhverfi,“ segir á heimasíðunni.
Áhugasamir geta lesið meira um ráðstefnuna á marel.com/whitefishshowhow