Sjón er sögu ríkari
Tugir gesta lögðu leið sína á Marel básinn á Seafood Processing Global í Brussel í síðustu viku og „heimsóttu“ í leiðinni Vísi í Grindavík til þess að sjá hátækni vinnslulausnir Marel í fiskvinnslustöð – með hjálp sýndarveruleika.
“Þessi nýja sýndarveruleika upplifun hefur slegið í gegn en hún virkar þannig að notandinn setur upp sýndarveruleikagleraugu sem sýna 360° upptöku af FleXicut kerfinu í Vísi. Kerfið notar vatnsskurð til að fjarlægja beingarð og framkvæma bitaskurð auk þess að dreifa allt að 500 bitum á mínútu í mismunandi streymi, t.d. í ferskfisk pökkun og lausfrystingu,” segir í frétt á heimasíðu Marel. Þar segir ennfremur:
Flexicut vatnsskurðarvélin og flexisort afurðadreifikerfið
Gestir hrifust einnig af FleXicut kerfinu á básnum – ekki sýst nýju forsnyrtilínunni, FleXitrim, sem kynnt var í fyrsta sinn á sýningunni en auk hennar var FleXicut vatnsskurðarvélin og FleXisort afurðadreifikerfið til sýnis. Kerfið eykur sjálfvirkni við fiskvinnslu svo um munar. Það fjarlægir beingarð úr flökum, tryggir bestun flaksins um leið og það sker bita með mikill nákvæmni. Kerfið minnkar meðhöndlun hráefnis og dregur úr þörf á sérhæfðu vinnuafli.
Laxaflökunarlína með sjálfvikum hausara
Fjölbreytt úrval tækja til laxavinnslu vakti einnig mikla athygli, ekki sýst nýjasta flökunarlínan en hún er nú fáanleg með sjálfvirkum hausara. Sýnt var hvernig hausarinn mælir hvern fisk og aðlagar stillingar á hnífunum þannig að nýtingin verði sem best. Hausarinn sker auk þess sporðinn og matar sjálfvirkt inn á MS2730 flökunarvélina.
Hámarks afköst og nýting
Sýnt var hvernig Marel getur með ýmsu móti aðstoðað framleiðendur við að hámarka afköst og nýtingu hráefnis auk þess að viðhalda gæðum þess. Hátæknilausnir fyrirtækisins eru hannaðar til að ná þessum markmiðum. Innova hugbúnaður var tengdur við tækin auk þess sem gestum bauðst að stíga inn á Innova skrifstofu og kynnast því hvernig hugbúnaðurinn gerir framleiðendum kleift að hafa yfirsýn og stjórn á framleiðslunni.
Áhugasamir geta lesið meira um sýninguna á marel.com