Byrjaði 10 ára að skera utan af skreið

Deila:

Grindvíkingurinn Bjarki Guðmundsson er maður vikunnar hjá okkur á kvotinn.is Þó hann sé enn ungur er hefur hann mikla reynslu af fiskverkun, enda byrjaði hann að vinna í fiski 10 ára gamall eins og algengt var hér áður fyrr. Nú stýrir hann einhverri stærstu saltfiskvinnslu landsins hjá Þorbirni hf. Í Grindavík.

Nafn

Bjarki Guðmundsson 

Hvaðan ertu?

Fæddur og uppalinn Grindvíkingur

Fjölskylduhagir?

Giftur Margréti Magnúsdóttir og á 3 börn

Hvar starfar þú núna?

Verkstjóri yfir saltfisksvinnslu Þorbjarnar hf.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Byrjaði að skera utan af skreið 10 ára 1983 í Hælsvík og hef ekki unnið við annað en sjávarútveg síðan.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Þetta er fjölbreytt starf þar sem miklar tækniframfarir eiga sér stað um þessar mundir svo kynnist maður mörgum kynlegum kvistum.

En það erfiðasta?

Þegar allt er fullt af fiski og allt bilar sem bilað getur

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Það hefur nú margt skrýtið gerst t.d. er stutt síðan að starfsmaður kom til mín og sagði að annað eyrað á sér væri eitthvað skrýtið, ég kíkti inn í eyrað og sá að glitta í eitthvað og náði með flísatöng að draga svamp af eyrnatólum sem var fastur í eyranu.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það eru nokkrir sem koma upp í hugann t.d. Jón á Skála, Óli Kebló og Pabbi gamli

Hver eru áhugamál þín?

Íþróttir og ferðalög

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Góð nautasteik

Hvert færir þú í draumfríið?

Þvælast um Gríska Eyjahafið

Við munum framvegis vera með svona kynningu á á fólki sem stendur vaktina í sjávarútveginn og vinnur að verðmætasköpun fyrir samfélagið. Samtölin verða á föstudögum og gott væri að fá ábendingar fá lesendum um áhugavert og skemmtilegt fólk til að spjalla við. Slíkar ábendingar væri fínt að fá á netfangið hjortur@kvotinn.is

 

 

 

 

Deila: