Börkur með 10.550 tonn af kolmunna

Deila:

Kolmunnafli íslensku skipanna er nú orðinn 115.000 tonn. Leyfilegur hámarksafli er 242.756 tonn og eru því óveidd 127.672 tonn. Veiðarnar fara nú fram innan lögsögu Færeyja en kolmunninn er á norðurleið úr Írlandshafi að vanda.

18 skip hafa landað kolmunna það sem af er árinu. Aflahæst af þeim er Börkur NK með 10.550 tonn, Beitir NK er með um 9.500 tonn. Og Aðalsteinn Jónsson SU með 8.658 tonn. Næstu skip eru Bjarni Ólafsson Ak með 7.926 tonn, Víkingur AK með 7.410, Vilhelm Þorsteinsson EA með 7.396 tonn, Venus NS með 7.318 og Huginn VE með 7.027 tonn.

Deila: