Verðmæti „skammtsins“ hrapar

Deila:

Afli strandveiðibáta nú um miðjan maí er 956 tonn samkvæmt samantekt á heimasíð0 Landssambands smábátaeigenda. Mestur er aflinn að vanda á svæði A, frá Snæfellsnesi og vestur á Firði. Þar eru bátarnir flestir, en fæstir á svæði C, fyrir Austurlandi.

186 bátar hafa landað samtals 461 tonni á svæði A. Róðrarnir eru orðnir 690, meðalafli í róðri er 667 kíló og meðalafli á bát 2,5 tonn. Bátarnir á þessu svæði mega alls veiða 852 tonn í maí.

Á svæði B, fyrir Norðurlandi, hafa 88 bátar nú landað 206 tonnum í 323 róðrum. Meðal afli í róðri er 639 kíló og meðalafli á bát er 2,4 tonn. Leyfilegur heildarafli á svæðinu er 521 tonn.

Á Austfjörðum, svæði C, hafa 55 bátar landað 117 tonnum í 198 róðrum. Meðalafli í róðri er 592 kíló og meðaltal á bát er 2,1 tonn. Leyfilegur heildarafli á þessu svæði er 551 tonn.

Alls hafa bátar á svæði D, fyrir Suðurlandi landað 172 tonnum. Bátarnir eru 83 og róðrar 240. Meðalafli í róðri er 715 kíló og meðalafli á bát er 2 tonn.

Á heildina litið er aflinn því orðinn 956 tonn. 412 bátar hafa skilað afla á land í 1.451 löndun. Meðalafli á bát er 659 kíló og meðalafli á bát er 2,3 tonn. Alls mega strandveiðibátar taka 2.524 tonn í maí.

„Þegar horft er til baka yfir fyrstu tvær vikur strandveiða er þetta helst.  Góð veiði þegar gefur, gæftir erfiðar.  T.d. komust nánast engir bátar á sjó fimmtudaginn 11. maí.  Fiskverð það lægsta sem strandveiðisjómenn hafa upplifað 186 kr/kg fyrir óslægðan þorsk, sem meðalverð á fiskmörkuðum 2.-12. maí.  Grafið sem hér fylgir sýnir sama tímabil hvers árs frá 2010.
Strandveiðar fiskverð
Samkvæmt þessum tölum er verðmæti „skammtsins“ nú 144 þús, sem er 80 þúsund krónum lægra en fyrir 7 árum.  Nánast er hægt að fullyrða að sú kjaraskerðing sem nú herjar á smábátaeigendur á sér vart fordæmi.  Það er því ekki að furða að kallað sé eftir auknum veiðiheimildum, framlengingu á afslætti á veiðigjaldi og gjaldið verði innheimt af hlutdeildarhöfum eins upphaflega var gert,“ segir á heimasíðu LS.

Deila: