Fróði ÁR með mestan humarafla

Deila:

Humaraflinn í ár er orðinn 146 tonn miðað við slitinn hala. Leyfilegur heildarafli er ríflega 489  tonn eftir flutning 89 tonna frá síðasta fiskveiðiári og því eru óveidd 343 tonn.

Aðeins níu skip hafa landað afla hingað til, en tvöfalt fleiri fengu úthlutað heimildum í upphafi árs. Því er ljóst að mikið er um flutning heimilda milli skipa.

Aflahæsta skipið nú er Fróði ÁR með tæp 27 tonn af humarhölum, næst kemur Jón Á Hofi ÁR með 25 tonn, þá Þorir SF með 22 tonn og þá Þinganes ÁR með 21,6 tonn.

Bróðurparturinn af öllum humarveiðiheimildum er á tveimur stöðum á landinu, Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði.

Deila: