Frábært að taka þátt í uppbyggingunni

Deila:

Magnús Þór Róbertsson, framleiðslustjóri hjá HB Granda er maður vikunnar á kvotinn.is Nú er bolfiskvinnslan hafin hjá fyrirtækinu á Vopnafirði og brúar hún bilið milli vertíða í uppsjávarfiski. Fólkið á Vopnafirði hefur nú vinnu hjá HB Granda allt árið. Magnús segir að það sé gott að vera kominn aftur í bolfiskvinnsluna og allt sé farið að ganga vel eftir smá byrjunarhnökra.

Nafn:

Magnús Þór Róbertsson

 

Hvaðan ertu:
Vopnafirði
Fjölskylduhagir:

Giftur Þórhildi Sigurðardóttur og eigum við þrjár dætur

Hvar starfar þú núna:
Framleiðslustjóri HB Ganda á Vopnafirði

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg:
1985 á frystitækjum hjá Tanga hf.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg:
Þetta er mjög lifandi og skemmtileg grein og það hefur verið frábært að taka þátt í uppbyggingu HB Granda á Vopnafirði undanfarin ár.

En það erfiðasta:
Ekkert sem tengist beint minni vinnu sem slíkri en það er oft erfitt að sjá hvernig bæði almenningur og stjórnmálamenn tala um sjávarútveg og þá sem tengjast honum – oft mætti fólk kynna sér málin betur áður en hlutirnir eru talaðir niður.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum:
Það er ýmislegt sem hefur komið upp, en kannski nýlegt dæmi þegar ég hitti starfsmann í kaffistofunni sem ég taldi vera einn af fjölmörgu sumarfólki sem við vorum að ráða í vinnu til okkar í uppsjávarfrystihúsið og bauð hann velkominn til starfa og spurði hann hvernig honum litist nú á þetta allt saman. Blessaður drengurinn starði á mig og skyldi ekkert hvað ég var að segja enda var þetta Rússneskur viðskiptavinur sem var að koma og skoða makríl hjá okkur. Það voru alltof mörg vitni af þessu sem minna mig reglulega á þetta.
Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn:
Ég hef verið svo heppinn að vinna með mörgu góðu fólki og erfitt að pikka einn út..
Hver eru áhugamál þín:
Fluguveiði á hug minn allan og svo er ég í virkilega góðum badminton hóp.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn:
Lambakjöt og humar klikka seint.

Hvert færir þú í draumfríið:
Ítalíu með fjölskyldunni og þá sérstaklega til Rómar

 

 

 

 

Deila: