Skuldir lækka og tekjur aukast

Deila:

Hafnarsjóður Ísafjarðarbæjar skilaði 93 milljóna kr. rekstarafgangi á síðasta ári. Ársreikningur hafnanna var lagður fram til kynningar á fundi hafnarstjórnar í gær. „Það er óhætt að segja að staða hafnarinnar er sterk. Skuldir lækka á milli ára, tekjur aukast og sömu sögu má segja um afgang af rekstrinum,“ segir í frétt á bb.is

Tekjur hafnarinnar á síðasta ári voru 286 milljónir kr. og jukust um 23 milljónir kr. frá fyrra ári. Afgangur af rekstrinum var 93 milljónir kr. en árið 2015 var rekstarafgangurinn 88 milljónir kr.

Höfnin skuldar 193 milljónir kr. og lækkuðu skuldir um 55 milljónir kr. milli ára.

 

Deila: