Fjárfest til framtíðar

Deila:

sóknarfæri 01.06.2017

Umfjöllun um nýjustu fiskiskip okkar Íslendinga, Sólberg ÓF og Björgúlf EA, er hryggjarstykkið í nýjasta tölublaði Sóknarfæris, sem Athygli gefur út og er dreift með Morgunblaðinu í dag. Þar er einnig af finna fjölbreytta umfjöllun um menntun og þjónustu í sjávarútvegi og viðtöl við fólk, sem þar er í fararbroddi.

Sumar aðstæður í sjávarútvegi eru nokkuð góðar þar sem flestir eða allir nytjastofnar veiðanna eru í vexti, en aðrar eru erfiðari. Gengi íslensku krónunnar er útflutningsgreinum þungt í skauti og óvissa um framtíðarskipan sjávarútvegsmála setur mark sitt á greinina.

Þetta kemur fram í viðtölum í blaðinu. Erfitt er orðið að manna fiskiskipin vegna lækkandi fiskverðs. Það minnir um margt á stöðuna fyrir fyrir rúmum áratug.

Deila: