Brestur á lúðuveiðum í Discoflóa

Deila:

Veiðar á lúðu við Vestur-Grænland, bæði í Discoflóa og við Uummannaq og Upernavik hafa dregist mikið saman í sumar og aflinn mun minni en áður. Skýringar á þessum samdrætti liggja ekki fyrir en þróun aukinna veiða undanfarin ár virðist vera að snúast við.

Þetta kemur fram í frétt frá Grænlenska útvarpinu. Síðustu upplýsingar frá Fiskistofu Grænlands, GFLK,  sýna að veiðar smábáta á Discoflóa hafa skilað 2.115 tonna afla af 4.100 tonna kvóta til loka ágústmánaðar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðarnar skilað 3.672 tonnum.   Það er samdráttur um 1.500 tonn.

Svipaða sögu er að segja frá Uummannaq og Upernavik, en þó er samdrátturinn þar minni en í Discoflóanum. Skýringarnar á minni afla eru annars vegar taldar stafa af meiri sókn og afla en fiskifræðingar hafa lagt til eða breytingum á sjávarhita.

Deila: