Alltaf eitthvað nýtt að fást við

Deila:

Grundfirðingurinn Rósa Guðmundsdóttir er maður vikunnar á Kvótanum í dag. Hún er framleiðslustjóri hjá Grun. á Grundarfirði og hefur verið viðloðandi fiskinn frá því hún var unglingur og á ekki langt að sækja það.

Nafn?

Rósa Guðmundsdóttir.

Hvaðan ertu?

Grundafirði, fædd þar og uppalin.

Fjölskylduhagir?

Einhleyp með lítinn sætan hund.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Grun. hf í Grundarfirði sem framleiðslustjóri.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjaði sem unglingur að vinna í vinnslunni í öllum fríum en í þessu starfi bryjaði ég 2008.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytnin. Það er alltaf eitthvað nýtt að fást við, aldrei dauður dagur. Alltaf nóg að gera. Þá fleygir tækninni áfram og við búum við spennandi tíma í sjávarútvegi.

En það erfiðasta?

Það getur verið mikið álag, en maður getur varla kvartað yfir því. Lífið er skemmtilegt. Mér finnst svo gaman í vinnunni minni, að mér finnsta bara ekkert erfitt.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Ég frekar seinheppin manneska, fengið hníf á kaf í lærið og lyftari hefur keyrt á mig.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Móses Geirmundsson.

Hver eru áhugamál þín?

Blak, útivist og sjávarútvegur.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Djúpsteiktur þorskur a la Jóna Björk.

Hvert færir þú í draumfríið?

Væri til að fara til Bali eða eitthvað svoleiðis.

 

Deila: