Birta aflahæst strandveiðibáta

Deila:

Strandveiðibátar kláruðu heimildir sínar á svæði A þann 23. maí sl. Lokunin á svæði A var seinna á ferð en á síðasta ári en þá var svæðinu lokað þann 20 maí. Öðrum svæðum var ekki lokað. Heildarafli strandveiðibátanna í nýliðnum mánuði voru alls 2.119 tonn. Þar af var 907 tonnum landað á svæði A og 431 tonn á svæði D.

Aflahæsti báturinn á strandveiðunum í maímánuði var Birta SU-36 með 12.534 kg en hann er gerður út á svæði C. Næst kemur Elli SF-71 með 11.455 kg en hann er gerður út á svæði D. Hér má sjá lista yfir tíu aflahæstu strandveiðibátana í maímánuði.

Fiskistofa aflahæstu strandveiðibátar

Meðalafli á hvern bát litlu minni en í fyrra

Þegar horft er til meðalafla í róðri í maí á undanförnum vertíðum þá er meðalaflinn á yfirstandandi vertíð 601 kg sem mun vera nokkuð minni meðalafli fyrir þennan fyrsta mánuð strandveiða í ár en í maí á síðasta ári sem var 610 kg og var hæsti meðalafli á bát í maí frá því að strandveiðar hófust.

Þess ber að nefna að meðalafli var minnstur árið 2013 eða 462 kg í róðri. Þess má geta að tíðarfar í maí 2013 var þá óvenju óhagstætt fyrir strandveiðibátana.

Fiskistofa afli róðri strandveiðibáta

Líkt og á undanförnum vertíðum þá er meðalafli í róðri mestur hjá bátum sem stunda veiðar á svæði A eða 673 kg.  Næst er aflinn á svæði D, 617 kg, svæði C með 542 kg og loks rekur svæði B lestina að venju með 528 kg.

Umtalsvert færri leyfi á yfirstandandi vertíð en á síðustu vertíð

Alls hafa 536 bátar greidd leyfi til strandveiða á yfirstandandi vertíð samanborið við 619 leyfi á sama tíma á  síðustu vertíð. Þetta eru 13,4% færri veiðileyfi í ár eða 83 leyfum færri. Þess má geta að á allri vertíðinni í fyrra voru virkjuð 641 leyfi.

Fiskistofa Skipting strandveiðiafla

 

Flest eru veiðileyfin á A svæði eða 214 (40%) og næst á B svæði 118 (22%) og D svæði 103 (19%). Fæst eru þau þá á svæði C eða 101 (19%).

Ljósmynd Þór Jónsson.

Deila: