Tækifæri og áskoranir til sjós og lands

Deila:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Bændasamtökin boða til opins fundar um hagsmuni íslensks sjávarútvegs og landbúnaðar í ljósi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Fundurinn verður fimmtudaginn 15. júní kl. 9:00 – 10:30 á Grand Hotel

(enskur morgunverður framreiddur frá kl. 8:30)

Dagskrá:

Ingólfur Friðriksson sendiráðunautur við sendiráð Íslands í London

“Fish and Chips – Brexit og utanríkisviðskipti”

Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

“Á skinnskónum til Bretlands – Hvernig ætla Íslendingar að takast á við hið óþekkta?”

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtakanna

“Hugleiðingar um hagsmuni íslensks landbúnaðar við BREXIT”

Fundarstjóri er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

 

Deila: