Vel fiskaðist í maí
Fiskafli íslenskra skipa í maí var rúmlega 135 þúsund tonn sem er 27% meira en heildaraflinn í maí 2016. Í tonnum talið munar mestu um aukinn kolmunnaafla en af honum veiddust rúm 79 þúsund tonn samanborið við tæp 58 þúsund tonn í fyrra. Botnfiskafli jókst um 20% milli ára en rúm 51 þúsund tonn veiddust af botnfisktegundum samanborið við tæp 43 þúsund tonn í maí 2016. Tæp 28 þúsund tonn veiddust af þorski sem er 23% meira en í maí 2016.
Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá júní 2016 til maí 2017 er um 1,1 milljón tonn sem er um 1% minna en yfir 12 mánaða tímabili ári áður.
Verðmæti afla í maí metið á föstu verðlagi var 12% meira en í maí 2016 samkvæmt Hagstofu Íslands.
Skýringar á aukningunni liggja að miklu leyti í verkfalli sjómanna sem lauk um miðjan febrúar. Engin kolmunnaveiði var frá upphafi árs vegna verkfallsins og þegar því lauk, hófst óvænt öflug loðnuvertíð, sem leiddi til þess að uppsjávarskipin héldu sig á loðnu, þar til vertíð lauk. Því voru umtalsverðar heimildir óveiddar í kolmunna þegar komið var fram á vor sóttu skipin þá í hann í miklum mæli.
Umtalsverð aukning var í öllum bolfiskveiðum, eða 20% og fór botnfiskaflinn úr tæpum 43.000 tonnum í ríflega 51.000 tonn. Mest varð aukningin í veiðum á ufsa eða 44%. Skýringin á aukinni veiði er einfaldlega aukin sókn eftir tveggja mánaða verkfall og að ufsinn hefur í vor gefið sig betur en var á sama tíma í fyrra.
Fiskafli | ||||||
Maí | Júní-maí | |||||
2016 | 2017 | % | 2015-2016 | 2016-2017 | % | |
Fiskafli á föstu verði | ||||||
Vísitala | 90,3 | 101,1 | 12,0 | |||
Fiskafli í tonnum | ||||||
Heildarafli | 106.184 | 135.031 | 27 | 1.096.018 | 1.107.384 | 1 |
Botnfiskafli | 42.916 | 51.358 | 20 | 453.675 | 413.989 | -9 |
Þorskur | 22.763 | 27.923 | 23 | 257.525 | 241.158 | -6 |
Ýsa | 3.099 | 3.612 | 17 | 41.830 | 35.323 | -16 |
Ufsi | 4.964 | 7.144 | 44 | 46.770 | 48.013 | 3 |
Karfi | 5.455 | 6.658 | 22 | 62.357 | 55.859 | -10 |
Annar botnfiskafli | 6.637 | 6.021 | -9 | 45.193 | 33.636 | -26 |
Flatfiskafli | 3.245 | 2.756 | -15 | 25.100 | 20.434 | -19 |
Uppsjávarafli | 57.948 | 79.533 | 37 | 604.717 | 663.190 | 10 |
Síld | 22 | 3 | -86 | 112.368 | 110.704 | -1 |
Loðna | 0 | 0 | – | 101.089 | 196.832 | 95 |
Kolmunni | 57.703 | 79.369 | 38 | 221.660 | 185.875 | -16 |
Makríll | 223 | 164 | -26 | 169.568 | 169.774 | 0 |
Annar uppsjávarfiskur | 0 | 3 | – | 32 | 5 | -83 |
Skel-og krabbadýraafli | 2.057 | 1.381 | -33 | 12.453 | 9.703 | -22 |
Annar afli | 17 | 0 | – | 72 | 67 | -7 |