Minni umframafli strandveiðibáta

Deila:

Á svæði A í júní fóru alls 147 bátar framyfir 650 kg hámarkið í slægðum afla sem landa má í einni veiðiferð. Alls stunduðu 229 bátar strandveiðar á svæði A í mánuðinum og því lentu 64% þeirra í einhverjum umframafla. Þetta er nokkuð lægra hlutfall en í síðasta mánuði en það var þá 70%. Svæði A er svæðið frá Arnarstapa vestur til Súðavíkur.

Uppsafnaður umframafli mánaðarins var vissulega mjög misjafn eftir bátum eða frá einu kílói upp í 274 kíló. Sá bátur sem veiddi mestan umframafla var Laxi RE 66 með 274 kg. Næstur kom Græðir BA-29 með 353 kg. Í töflunni hér að neðan má sjá þá tíu báta sem fóru mest framúr á svæði A í maímánuði.

Fiskistofa minnir á að andvirði alls umframafla á strandveiðum verður innheimt af útgerðunum og rennur til ríkisins í Verkefnasjóð sjávarútvegs. Umframaflinn dregst eftir sem áður frá leyfilegum heildarafla á strandveiðunum svo að minna verður til skiptanna. Það er því hagur allra strandveiðimanna að veiða ekki umfram heimildir. Alls nam umframafli strandveiðibáta á svæði A í júní rúmum 10,2 tonnum.

Skipanr. Bátur Umframafli – alls
6299 Laxi 274
2151 Græðir 266
6589 Gulltoppur 259
6513 Gummi Páll 223
2939 Katrín II 219
7412 Hilmir 215
7098 Ás 210
6990 Mjölnir 205
1827 Muggur 192
2786 Haukaberg 191

 

Deila: